Olís deild karla fer aftur af stað í dag en síðast var leikið í deildinni 3. október. Umferiðin hefst í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á mót Fram. ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir en Fram í því áttunda. Flautað verður til leiks klukkan 13:30 og er leikurinn í beinni útsendingu á stöð 2 sport.