Bæjarstjórn fjallaði á fundi sínum á fimmtudag um þjónustusamning ríkisins við Vestmannaeyjabæ um ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar sem undirritaður var af Vegagerðinni og Vestmannaeyjabæ þann 8. febrúar sl, og staðfestur hefur verið af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samningurinn gildir til 1. október 2023. Samningurinn var kynntur fyrir bæjarfulltrúum í byrjun febrúar.

Í samningnum er kveðið á um markmið, lagaheimildir og forsendur samnings, ábyrgð aðila, þjónustu, upplýsingar, samskipti og eftirlit, fjármögnun, greiðslutilhögun, vanefndir og meðferð ágreiningsmála, gildistíma og uppgjör fyrri samnings. Fjögur fylgiskjöl eru við samninginn, m.a. um verð og ferðatíðni, leigusamninga, samningur um aðstöðu í Landeyjahöfn og þurrlegusamningur.

Vestmannaeyjabær hefur falið Herjólfi ohf. rekstur ferjunnar eins og fram kemur í samningnum.

Ávinningur meiri en áhætta
Bæjarstjórn samþykkti fyrirliggjandi þjónustusamning milli ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar. Fram kemur í afgreiðslu bæjarstjórnar að samningur sem þessi felur í sér fjárhagslega áhættu fyrir bæjarfélagið, en ávinningur samningsins er talinn meiri en áhættan. Bæjarstjórn þakkar samninganefnd Herjólfs fyrir vel unnin störf og Vegagerðinni og samgönguráðherra fyrir gott samstarf um samninginn á undirbúningstímanum.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Samningur og fylgiskjöl um rekstur Herjólfs 2021 – undirritaður og staðfestur.pdf

SKL jól