Dýpi í Landeyjahöfn hefur verið til vandræða síðustu vikur. Ítrekað hefur þurft að fella niður ferðir Herjólfs og sigla eftir flóðatöflu það sem af er ári. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar staðfesti í samtali við Eyjafréttir að vel hefði gengið að dýpka síðustu vikuna og dýpið væri komið í eðlilegt horf. „Byrjað  var að dýpka á miðvikudaginn og stóð dýpkun fram á sunnudag, dýpkunin gekk vel meðfylgjandi er mynd úr Herjólfi frá því á sunnudag og sýna litirnir að dýpið er nægilegt og þarf því ekki að sæta sjávarföllum lengur við siglingar.“

SKL jól