Molda með nýtt myndband – Ymur Jörð

Eyjarokkhljómsveitin Molda sendi í morgunn frá sér nýtt myndband við lagið Ymur Jörð en lagið kom út í mars á þessu ári. Myndbandið er veglegt og skartar meðal annars skemmtilegu myndefni frá gosstöðvunum í Geldingadölum.

Lagið er eftir frændurna Albert og Helga Tórshamar. Textinn sem er eftir Sigurmundur G Einarsson fjallar um eldgosið í Heimaey 1973. „Lagið átti upphaflega að koma út á plötunni okkar sem er í vinnslu. Fagradalsfell gýs eins og alþjóð veit, og við tókum samhljóma ákvörðun að gefa lagið út strax í ljósi gossins – eðlilega,“ sagði Helgi Tórshamar, gítarleikari sveitarinnar í samtali við Eyjafréttir. Ásamt honum í hljómsveitinni eru þeir Albert snær sem syngur og leikur á gítar, Þórir Rúnar (Dúni) sem spilar á bassa og Birkir Ingason sem trommar.

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið