Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði Í gegnum fjarfundabúnað í vikunni þar var tekin fyrir umsókn frá ÍBV-íþróttafélagi um afnot af Herjólfsdal frá 28. júlí til 2. ágúst 2021 vegna Þjóðhátíðar og eftir að fá að halda Húkkaraball félagsins fimmtudaginn 29. júlí í portinu bak við Hvítahúsið. Ráðið samþykti afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 20/8 2021 og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 25/8 2021. Þá samþykkir ráðið fyrir sitt leyti fyrirliggjandi staðsetningu á húkkaraballi.