Fengu fund eftir margítrekaðir óskir

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarstjóri fór yfir stöðu yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Eins og fram hefur komið hafa allir starfsmenn Hraunbúða þegið áframhaldandi starf á stofnuninni. Nú stendur yfir uppgjör milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, svo sem vegna áunnins orlofs starfsfólks, lausafjár, birgða o.fl.

Eftir margítrekaðir óskir um fund með heilbrigðisráðuneytinu um húsnæði Hraunbúða, varð ráðuneytið loks við beiðni Vestmannaeyjabæjar um fund sem áformaður er á miðvikudaginn kemur. Á fundinn verða boðaðir fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Vestmannaeyjabæjar og lögmaður bæjarins. Hefur Vestmannaeyjabær margítrekað þá kröfu að ríkið greiði eðlilegt endurgjald fyrir afnot af húsnæðinu, sem er að fullu í eigu Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar og lýsir vonbrigðum með hversu erfitt er að fá fundi með heilbrigðisráðuneytinu um málefni Hraunbúða. Erfiðlega gekk að funda með ráðuneytinu þegar starfsmannamálin voru til umræðu og enn hefur ekki verið gengið frá húsnæðismálum vegna seinagangs ráðuneytisins. Það er ólíðandi að ráðuneytið hunsi beiðnir Vestmannaeyjabæjar um fundi þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið yfir rekstri Hraunbúða í húsnæði Vestmannaeyjabæjar.

Mest lesið