Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og KA/Þórs í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta fer fram sunnudaginn 23.maí kl.13:30 í KA-heimilinu Á Akureyri. ÍBV tryggði sér sæti í úrslitunum með því að leggja lið Stjörnunnar í tveimur leikjum. ÍBV hefur ákveðið að efna til hópferðar norður á sunnudag.

„Sala miða í hópferðina okkar til Akureyrar gengur vel en enn þá eru nokkur sæti eftir. Við hvetjum þá sem eru búnir að vera að íhuga að skrá sig að drífa bara í því og koma með okkur í geggjaða ferð með stelpunum okkar,“ sagði Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV.

Verð í ferðina er 10.000 kr.- fyrir flug (VEY-AK), flogið frá Eyjum 10:45 og lending í Eyjum aftur kl.17:45. „Rútuferðir á Akureyri innifaldar og við munum passa upp á að allir geti keypt sér miða á leikinn. Láttu þetta ekki framhjá þér fara,“ sagði Vilmar hressa að vanda.
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/ipLEBtzf9tXU8Cmp7