ÍBV strákarnir heimsækja FH-inga í Kaplakrika klukkan 18:00. Fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum lauk með jafntefli, 31:31, á mánudagskvöldið í Vestmannaeyjum. Það stefnir því allt í hörku leik en leikið verður til þrautar í kvöld. Ef viðureignin endar með jafntefli mun liðið sem skorað hefur fleiri mörk á útivelli fara áfram í keppni um Íslandsmeistaratitilinn.

“Það eru 57 skráðir í hópferðina hjá okkur” sagði Vilmar Þór Bjarnason hjá ÍBV þegar við náðum í hann á leiðinni í Herjólf. “Ég fékk svo þær fréttir frá FH eftir hádegi að um “150 ÍBV miðar” væru seldir í Kapplakrika en ég hef fulla trú á því að Eyjamenn eigi eftir að fjölmenna á pallana.” Miðasala á leikinn fer fram í gegnum miðasöluappið Stubb.