Hafrannsóknarstofnun greindi frá því á mánudaginn að rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefði lagt úr höfn til þess að taka þátt í fjölþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum, að sumarlagi, (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas). Leiðangurinn mun standa yfir í 23 daga og verða sigldar tæplega 4.100 sjómílur eða um 7.500 kílómetra. Eitt af meginmarkmiðum þessa verkefnis er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmuna og norsk-íslensku síldarinnar í norðaustur Atlantshafi á þessum árstíma.

Þetta er tólfta árið sem Hafró tekur þátt í leiðangrinum ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum og Danmörku. Fyrirhugaðar leiðarlínur Árna Friðrikssonar eru gefnar upp á skýringarmynd. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur hann þegar farið suðvestur við Reykjanesskaga og Vestmannaeyjar. Kort þar sem hægt er að fylgjast með.

Sumarsjávarleiðangurinn stendur yfir dagana 5.-27. júní. Leiðangurssvæðinu er skipt í fimm svæði. Skip frá Færeyjum og Noregi munu mæla austan við landið. Um borð í Árna eru 6 vísindamenn og 17 manna áhöfn.