Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi mun stýra Brekkusöngnum í Herjólfsdal sunnudagskvöldið 1.ágúst.

Magnús hefur um árabil verið einstaklega eftirsóttur trúbador samhliða því að spila með hljómsveit sinni vítt og breitt um landið við hin ýmsu tilefni og meðal annars komið fram á Þjóðhátíð óslitið síðan 2016.

Boðið verður upp á lifandi streymi í samvinnu við Senu live frá Brekkusöngnum í fyrsta skipti og geta landsmenn því upplifað Brekkusönginn heima í stofu í gegnum netið eða myndlykla Vodafone og Símans: https://senalive.is/vidburdir/brekkusongur/