Fyrsta lundapysjan er komin til byggða, pysjan fannst í morgun við Hafnareyri. Frá þessu er greint á facebooksíðu Pysjueftirlitsins. Nú getur pysjubjörgunarfólk á öllum aldri farið að gera kassana klára. Stefnt er að því að Pysjueftirlitið verði rafrænt í ár eins og á síðasta ári.