Til stendur að vinna ytra mat á Grunnskóla Vestmannaeyja á haustönn 2021 málið var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Það er menntamálstofnun sér um framkvæmd ytra mats á grunnskólum fyrir hönd menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga. Markmið með ytra matinu eru meðal annars að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla. Þungamiðja matsins er stjórnun, nám og kennsla og innra mat skólans.