Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar.

Vefsíðan Flugblogg greindi fyrst frá málinu og vitnar í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað, það er í lok ágúst, vegna þess að það stefndi í takmarkaða eftirspurn í september,“ segir Ásdís Ýr í svari við fyrirspurn Flugblogg: „Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.“

Írisi Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur óskað eftir fundi með ráðherra og vegamálastjóra vegna málsins.