Kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni fór með 3-1 sigur gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli fyrr í kvöld. Um er að ræða 16. umferð deildarinnar.

Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV, skoraði fyrsta mark leiksins en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir jafnaði síðar leikinn fyrir Stjörnuna. Olga Sevcova tryggði svo heimakvennum sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Þess má geta að í fyrri leik liðanna fór Stjarnan með 3-0 sigur gegn ÍBV. Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar heimsótti sinn gamla heimavöll við Hástein en hann þjálfaði karlalið ÍBV 2017-2018.

ÍBV stelpurnar bæta næst Þrótti R. á Eimskipsvellinum í Laugardalnum, laugardaginn 4. september.