Stafrænt samstarf sveitarfélaga

0
Stafrænt samstarf sveitarfélaga
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar 2018.

Helga Kristín Kolbeins, bæjarfulltrúi og fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í stafrænu samstarfi sveitarfélaga, gerði grein fyrir vinnu hópsins og áætlun um stafræna umbreytingu á næsta ári á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. Samstarfið er fjármagnað annars vegar með skyldubundnu grunnframlagi sem rennur fyrst og fremst til þess að standa undir launakostnaði sérfræðinga í stafrænu umbreytingateymi sveitarfélaga og hins vegar með framlögum til að standa straum af þróun og kaupum á lausnum. Nú liggur fyrir áætlun um slík stafræn verkefni ársins 2022 á grundvelli forkönnunar meðal sveitarfélaga.

Af þeim tæpum 155 m.kr. sem renna til samstarfsins og samstarfsverkefna árið 2022 nemur þáttur Vestmannaeyjabæjar rétt rúmum 2,8 m.kr. Sveitarfélög þurfa að hafa afgreitt umræddar tillögur fyrir 1. nóvember nk., til þess að taka þátt.

Bæjarstjórn fagnar samstarfsverkefninu og samþykkir að taka þátt í því á grundvelli fyrirliggjandi útreikninga á kostnaðarþátttöku sveitarfélaga. Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Bréf til sveitarfélaga-KB.pdf
Kynning á samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu árið 2022.pdf
Sameiginleg verkefni í stafrænni umbreytingu 2022 (1).pdf
Samþykktir og skipting fasts- og valkostnaðar eftir sveitarfélögum .pdf