Umræður og upplýsingar um stöðu gangbrautavörslu við GRV fór fram á fundi fræðsluráðs í vikunni. Nemendur í 10. bekk sjá um gangbrautavörslu sem hófst mánudaginn 1. nóvember sl. Verkefnið er styrkt af Landsbankanum og er liður í fjáöflun 10. bekkjar fyrir skólaferðlag í vor. Í niðurstöðu ráðsins kemur fram að nemendur í 10. bekk hafa staðið sig með stakri prýði við gagnbrautavörsluna undanfarin ár og það er ánægjulegt að hún sé komin af stað aftur enda er hún mikilvægur liður í forvörnum í svartasta skammdeginu.