Hvað gerðist árið 1992?
Hasteinsvollur 2021 2.jpg
Hásteinsvöllur.

Mikið hefur verið ritað og rætt um hvort rétt sé að setja gervigras á Hásteinsvöllinn fagurgræna.

Ljóst er að skiptar skoðanir eru á málinu. Ef horft er til baka, þá er rétt að rifja upp að völlurinn var síðast tekinn upp og lagfærður árið 1992. Síðan þá hefur Hásteinsvöllur verið einn besti grasvöllur landsins. Oftar en ekki tilbúinn fyrstur grasvalla á landinu á vorin. 

Bent hefur verið á í umræðunni að viðhaldskostnaður verði mun meiri á gervigrasi en á hefbundnu grasi. Talað hefur verið um að skipta þurfi um gervigras á að meðaltali 4 ára fresti með kostnaði upp á allt að 100 milljónum. Einnig er bent á að plastkurlið sem sett er í völlinn fjúki af stað í miklum vindi, sem á stundum er vandamál í Eyjum! Að ekki sé talað um umhverfismengun af slíku.

Margir skattgreiðendur í Eyjum klóra sér í hausnum yfir þessari framkvæmd. Hvíslað er um það víða af hverju ekki megi bara taka völlinn upp, setja í hann hitalagnir og vökvunarkerfi. Með eðlilegu viðhaldi ætti slíkur völlur að vera í góðu ásigkomulagi næstu þrjátíu árin. Með því væri hægt að sleppa við stóraukin viðhaldskostnað vallarins til framtíðar litið.

Kjörnir fulltrúar verða að taka þetta með í reikninginn þegar ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir og aðallega þá hver rekstarkostnaðurinn er vegna þeirra.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.