Bálhvasst var í Vestmannaeyjum í nótt og náði veðrið hámarki um miðnætti en þá var meðalvindhraði á Stórhöfða 31 m/s og fór í 38 m/s í hviðum. Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti nokkrum minniháttar verkefnum að sögn Arnórs Arnórssonar formanns félagsins. Þar á meðal var geymsluskúr sem fauk eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Vegna veðurs og sjólags hefur verið ákveðið að Herjólfur siglir ekki fyrri ferðina í dag. Tilkynning verður gefin út fyrir kl. 15:00 hvað varðar seinni partinn.