Sögulegur árangur hjá Erlingi

0
Sögulegur árangur hjá Erlingi
Mynd: EPA

Erlingur Richardsson skráði sig í sögubækur hollenskrar handboltasögu í gærkvöldi með því að koma liðið sínu Hollandi í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í fyrsta sinn. Holland vann Portúgal, 32:31, í síðasta leik B-riðils og fylgir þar með íslenska landsliðinu inn í milliriðla. Lið Portúgal og Ungverjalands sitja eftir í riðlinum.

Hollenska landsliðið var fyrir mót talið veikast af liðunum fjórum í B-riðli en Holland er með í lokakeppni í annað sinn í sögunni. Framundan hjá Erlingi og félögum eru fjórir leikir í milliriðli mótsins þar sem þeir mæta sömu andstæðingum og Íslendingar.

Leikjadagskrá Hollands í milliriðli:
20.janúar: Holland – Frakkland.
22.janúar: Holland – Svartfjallland.
24.janúar: Holland – Danmörk.
26.janúar: Holland – Króatía.