Í dag er 731 einstaklingur í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Í Vestmannaeyjum eru 104 einstaklingar í einangrun, en tala þeirr sem eru í einangrun fór undir 100 í síðustu viku. Alls eru 92 í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Þess má geta að nýr heimsóknartími er í gildi á sjúkradeild HSU. Aðeins einn einstaklingur má koma einu sinni á dag klukkustund í senn. Frá 14.30 – 16.30. Grímu- og hanskaskyldan gildir enn og er með öllu óheimilt að taka hana niður á meðan heimsókn stendur. Gott er að láta vita af sér við starfsfólk.