Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarráð ræddi fund með heilbrigðisráðherra, sem haldinn var 2. febrúar sl. Þar var farið yfir nokkur mál er snúa að aðstæðum og heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum, m.a. mikilvægi þess að sjúkraþyrluverkefnið komist á koppinn, að sjúkraflugi þurfi að sinna frá Vestmannaeyjum og rætt var um starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð þakkar ,í niðurstöðu sinni um málið, heilbrigðisráðherra fyrir fundinn. Ráðherra sýndi aðstæðum í Vestmannaeyjum skilning og tók undir mikilvægi þess að efla öryggi sjúklinga og horfa þurfi til byggðasjónarmiða við menntun og mönnun starfsfólks.