Strandvegur 104, Umsókn um stækkun lóðar og byggingarreits var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni sem leið. Tekið var fyrir frestað erindi. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðis við Eiðið vesturhluti H-2 sem felur í sér stækkun á lóð og byggingareit Strandvegs 104, fyrir liggur umsögn framkvæmda- og hafnarráðs dags. 8.2.2022.

Ráðið samþykkti að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sbr. 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Erindi vísað til bæjarstjórnar.
Samþykkt með 3 atkvæðum E- og H-lista gegn 2 atkvæðum D-lista.

Takmarkað landsvæði og breyttar forsendur
Fulltrúar D-lista bókuðu og gerðu grein fyrir atkvæðum sínum. “Við getum ekki fallist á stækkun byggingarreits að Strandvegi 104. Landsvæði er mjög takmarkað á þessu svæði og Vestmannaeyjabær ætti að fara varlega í að gefa eftir það svæði sem eftir er við höfnina. Við gerum einnig athugasemd við að afhenda svo mikilvægt svæði við höfnina til seiðaeldis, en upphaflega fengu lóðarhafar leyfi fyrir uppbyggingu frystihúss og frystiklefa á lóðinni.”