Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu í dag. Lagt var fyrir bæjarráðs bréf dómsmálaráðherra til Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21. mars sl., um endurskipulagningu sýslumannsembætta. Í bréfinu er kveðið á um gagngera endurskoðun á skipulagi embættanna sem miðar að því að sameinu öll níu embætti landsins í eitt.

Fyrir hönd bæjarráð óskaði bæjarstjóri eftir fundi með dómsmálaráðherra. Sá fundur verður haldinn 2. maí nk. Þar mun dómsmálaráðherra fara yfir hugmyndir sínar um endurskipulagningu sýslumannsembætta.
Niðurstaða
Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína til málsins og leggst alfarið gegn þessum breytingum. Bæjarráð mun fylgja þeirri afstöðu eftir á þessum fundi með ráðherra.

Bréf dómsmálaráðherra um endurskipulagningu sýslumannsembætta.pdf