Bæjarráð tók á fundi sínum í dag fyrir bréf stjórnarformanns Römpum upp Ísland verkefnisins til bæjarráðs og bæjarstjóra. Markmið verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun, og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin styrkir einkaaðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi aðgengi að þeirri þjónustu sem þar stendur til boða.

Bæjarráð fagnar í niðurstöðu sinni frumkvæði viðkomandi aðila að bættu aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu enda hefur Vestmannaeyjabær staðið í sérstöku átaki á kjörtímabilinu er varðar aðgengismál fatlaðra.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem og framkvæmdastjóra fræðslu- og fjölskyldusviðs að setja sig í samband við fulltrúa Römpum upp Ísland og kanna betur hvað felst í samstarfi félagsins og sveitarfélaga.

Römpum upp Ísland bréf.pdf