Ósk um afstöðu til breytingar á deiliskipulagi var tekin fyrir á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsráðs. Oddur Víðisson fyrir hönd Skeljungs hf. óskar eftir afstöðu ráðsins vegna byggingar bílaþvottastöðvar við Faxastíg 36.

Ráðið tók jákvætt í erindið og fól starfsmönnum sviðsins framgang málsins. Ekki hefur verið starfrækt bílaþvottastöð í Vestmannaeyjum síðan Olís rak slíka stöð við Græðisbraut fyrir aldamót.