Árið 1949 að frumkvæði forsetafrú Bandaríkjanna Eleanor Roosevelt var komið á samvinnuverkefni milli Oddfellowreglunnar og Sameinuðu þjóðanna með áætlun að styðja ungt fólk með leiðtogahæfileika. Fram til dagsins í dag hafa rúmlega 40.000 ungmenni tekið þátt í þessu verkefni. Á árunum 1992 – 1994 hófu Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk þátttöku í verkefninu og árið 2000 var European Youth Council (EYC) stofnað til að halda utan um þessi samskipti.  Ísland hóf þátttöku í EYC 2009 og allt frá þeim tíma hefur Oddfellowreglan sent að meðaltali tvo þátttakendur á ári. Leit og val á þátttakendum á Íslandi er með aðstoð framhaldsskóla víðsvegar á landinu þar sem nemendur skila inn ritgerðum um valin efni. Á síðasta ári voru nemendur frá Menntaskólanum á Laugarvatni valin en því miður náðist ekki að ljúka þeirri ferð vegna Covid 19.

Upphaflega var einungis farið beint til Bandaríkjanna, þar sem ungmennin komu saman, en vegna mikils áhuga á Íslandi koma þátttakendur Evrópudeilda Oddfellowreglunnar til Íslands þar sem fræðsla um græna orka er í aðalhlutverki og kynnt hvernig hægt sé að nýta náttúrlega orku og tengja inn á markmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbærni.

Nemendurnir koma frá Sviss, Hollandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi auk Íslands. Eftir dvölina á Íslandi verður haldið til New York þar sem Sameinuðu þjóðirnar eru í aðalhlutverki en Oddfellowreglan sér alfarið um kostnað ungmennanna.

Að þessu sinni var samkeppnin á vegum Framhaldsskólans í Vestmanneyjum en 30 ungmenni skiluðu inn ritgerðum helguðum hinum ýmsu deildum og hugsjónum Sameinuðu Þjóðanna.

Oddfellowreglan þakkar Framhaldsskólanum fyrir alla aðstoð og nemendurnir eiga heiður skilinn fyrir sinn hlut og framúrskarandi niðurstöðum.  Eftir sem áður verða tveir þátttakendur valdir úr sterkum hópi og verða þeir fulltrúar Oddfellwreglunnar á Íslandi í júlí á þessu ári.

Oddfellowreglan vill einnig þakka framlagi regludeildana hér í Vestmanneyjum nr. 3 Vilborg I.O.O.F. og nr. 4 Herjólfur I.O.O.F. að opna heimili sitt fyrir samkomu þar sem val á vinningshöfum verður kynnt.