Nú þegar að það liggur loks fyrir að Manúela er búin að fá töskurnar sem gleymdust í Ísrael þá eru engar afsakanir lengur fyrir að mæta ekki á kvennaleik ÍBV og Stjörnunnar í úrslitakeppninni í handboltanum.

Leikurinn er nú á fimmtudaginn kl. 19:30 í Íþróttamiðstöðinni því Týsheimilið er upptekið.

En ágætu Eyjamenn, þið eruð að fara að mæta núna og hvetja ÍBV stelpurnar til sigurs.  Þið megið segja hvað sem er en sama hvað þið gerið ekki nefna það einu orði að ónefndur þjálfari ÍBV er kominn með sundhettu á hausinn en hann nær að draga athyglina frá því með fallegum stuttbuxum.  Strákar, ekki horfa samt mikið á þær.

Leikurinn er sem sagt á fimmtudaginn kl. 19:30.  Allir að mæta.  Stefnum öll að tvöfaldri flugeldasýningu í vor.

Sigurjón Ingvarsson