Handknattleiksdeild ÍBV ætlar að hafa rútuferðir á leik 2 hjá Stjörnunni og ÍBV í 6 liða úrslitum kvenna og svo Hauka og ÍBV í undanúrslitum karla.
Plönin eru eftirfarandi:
Laugardagurinn 30.apríl
Herjólfur kl.12:00 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni)
Farið beint í Mýrina í leikinn sem hefst kl.16:00 að hvetja stelpurnar til að tryggja sér oddaleik
Herjólfur 20:45 frá Landeyjum.

Sunnudagurinn 1.maí
Herjólfur kl.12:00 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni)
Farið á Ölhúsið í Hafnarfirði þar stuðningsmenn hittast. Viktor rakari býður upp á grillaða hamborgara á meðan birgðir endast! https://www.facebook.com/olhusid
16:00 farið af Ölhúsinu yfir á Ásvelli í leikinn sem hefst kl.17:00
Herjólfur 20:45 frá Landeyjum. (að því gefnu að ekki verið framlengt)
Miðinn í rútuna kostar 4.000 kr.- (2.000 kr.- fyrir hvern legg) á mann en svo fá þeir sem koma í rútuferðina frítt far í Herjólf í boði Herjólfs ohf!
ATH, greitt á staðnum! ATH, börn 15 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum!

Þeir sem vilja skrá sig eru beðnir að gera það hér. Síðasti séns til að skrá sig er kl.21:00 í kvöld, föstudaginn 29.apríl, frestur fyrir sunnudagsferðina er kl.14:00 á laugardag.