Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem fram fór í hádeginu í dag var bar borinn upp tillaga að fulltrúm í stjórn Herjólfs ohf. En aðalfundur félagsins fyrir starfsárið 2021 fer fram klukkan 17:00 í dag.

Ný stjórn verður þannig skipuð:
Páll Scheving Ingvarsson
Guðlaugur Friðþórsson
Helga Kristín Kolbeins
Agnes Einarsdóttir
Sigurbergur Ármannsson

Varamenn:
Rannveig Ísfjörð
Sæunn Magnúsdóttir

Einungis tveir fulltrúar sitja áfram í stjórn frá síðasta starfsári en það eru Guðlaugur Friðþórsson og Agnes Einarsdóttir. Úr stjórn víkja Arnar Pétursson, Páll Guðmundsson, Arndís Bára Ingimarsdóttir, Aníta Jóhannsdóttir og Birna Vídó Þórsdóttir.

Athygli vakti að Elís Jónsson sat hjá við afgreiðslu þessa máls á fundinum og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þar tekur hann fram að hann hefði kosið að stjórn Herjólfs hefði verið skipt út í heild sinni á sama tíma og hann lýsir yfir trausti á nýrri stjórn og óskar þeim velfarnaðar.