Töluverð umsvif eru hjá Vestmannaeyjahöfn þessa dagana og er verið að vinna að því að undirbúa höfnina fyrir sumarið. Þetta kemur fram í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Mikið hefur verið um skipakomur það sem af er ári þökk sé góðri vertíð. Í sumar er búið að bóka komur 86 skemmtiferðaskipa og kom fyrsta skipið til okkar á sunnudaginn en það var skipið Boletta og er það stærsta skipið sem kemur til Eyja í sumar.

Þröngt er í höfninni þessa dagana þar sem flotinn hefur verið að stækka og eitthvað hefur verið um bilanir í flotanum. Hafa áhafnir sýnt mikinn samstarfsvilja þar sem við höfum þurft að vera að færa skip á milli kanta í lengri legum.

Byrjað er að leggja nýja gangstétt við Edinborgarbryggju og verður hún lögð að Bæjarbryggju í þessum áfanga. Einnig höfum við verið að snúa flotbryggjunni sem liggur við Básaskersbryggju og er það liður í því að nýta bryggjurnar okkar sem best og þjónusta viðskiptavini hafnarinnar. Stefnt er að því að klára að steypa þekjuna við skipalyftuna í þessum mánuði en fyrirtækin á svæðinu hafa sýnt verkinu mikla biðlund og þökkum við fyrir það.

hér er hægt að nálgast lista yfir skemmtiferðaskipin sem fyrirhugað er að komi til Eyja í sumar.