Hópur Eyjafólks, um 25 manns, er nú samankominn á Englandi til að hlýða á söngvarann Liam Gallagher. Tónleikarnir, sem voru allir hinir glæsilegustu, fór fram á Knebworth Park í gær.

Liam Gallager var söngvari hinnar dáðu hljómsveitar Oasis, sem átti sín bestu ár upp úr aldamótum, en hljómsveitin lagði upp laupana árið 2008. Síðustu tónleikar Oasis í Knebworth voru fyrir aldarfjórðungi síðan.

Um 125 þúsund manns voru á tónleiknum í gær, en Björn Haraldsson sá um undirbúning ferðarinnar fyrir hópinn frá Eyjum.

Ágúst Halldórsson sendi inn myndir og upplýsingar.