Breki VE kom að landi síðdegis í dag, miðvikudag 8. júní, úr síðustu veiðiferð fyrir sjómannadag. Aflinn var blandaður, 140 tonn af ýsu, karfa, ufsa og fleiri tegundum.

Veiðiferðin markaði merkileg tímamót í tvennum skilningi:

  • Ríkarð Magnússon var skipstjóri í fyrsta sinn.
  • Stefán Birgisson yfirstýrimaður lauk 30 ára starfsferli sínum á skipum Vinnslustöðvarinnar.

Að sjálfsögðu var tekið á móti skipinu og áhöfn þess með brosi og blómum. Lilja Björg Arngrímsdóttir, forstöðumaður starfsmannasviðs VSV, og Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnsviðssviðs VSV, fögnuðu áföngum Ríkarðs og Stefáns alveg sérstaklega.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs

Veiðiferð Breka gekk vel í alla staði hjá tímamótamönnum dagsins, Rikka og Stefáni, enda toppmenn á toppskipi með toppáhöfn!

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VSV.