Breki VE kom að landi síðdegis í dag, miðvikudag 8. júní, úr síðustu veiðiferð fyrir sjómannadag. Aflinn var blandaður, 140 tonn af ýsu, karfa, ufsa og fleiri tegundum.

Veiðiferðin markaði merkileg tímamót í tvennum skilningi:

  • Ríkarð Magnússon var skipstjóri í fyrsta sinn.
  • Stefán Birgisson yfirstýrimaður lauk 30 ára starfsferli sínum á skipum Vinnslustöðvarinnar.

Að sjálfsögðu var tekið á móti skipinu og áhöfn þess með brosi og blómum. Lilja Björg Arngrímsdóttir, forstöðumaður starfsmannasviðs VSV, og Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnsviðssviðs VSV, fögnuðu áföngum Ríkarðs og Stefáns alveg sérstaklega.

Veiðiferð Breka gekk vel í alla staði hjá tímamótamönnum dagsins, Rikka og Stefáni, enda toppmenn á toppskipi með toppáhöfn!

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VSV.