Ný og glæsileg slökkvistöð var formlega vígð um goslokahelgina að viðstöddum Innviðaráðherra. Slökkvistöðin var þá opin og til sýnis almenningin. Margt var um manninn og kátt á hjalla.

„Allt of lengi höfum við þurft að bíða eftir að Slökkvilið Vestmannaeyja fengi húsnæði sem hæfir starfseminni og mikilvægi þess fyrir samfélagið okkar. Nú er loksins risin, fullbúin stöð til að takast á við hina alvarlegustu vá sem því miður við þurfum ævinlega að vera tilbúin til að takast á við, enda þótt við öll vonum innilega að til þess komi helst af öllu aldrei,“ sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri við vígslu nýrrar slökkvistöðvar á laugardaginn að viðstöddum Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra.