Herbert Guðmundsson er einn þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem mun koma fram á Stóra sviðinu í Dalnum um Þjóðhátíð. Hann verður þar í góðum félagsskap, enda er engu til sparað í vali á listamönnum þetta árið eftir allt of langt hlé.

Herbert sem á langan tónlistarferil að baki er að koma í fyrsta sinn á Þjóðhátíð og er mikið spenntur. „Ég trúi því að þetta verði með betri Þjóðhátíðum, sem mun heppnast vel, fara vel fram, og verða Vestmanneyingum til sóma um ókomin ár!.“ Segir Herbert.

Hann og fleiri listamenn Þjóðhátíðar, verða í viðtali í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út 22. júlí nk.