Nú er búið að opna fyrir bókanir á lóðum fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal, ekki eru nema 11 dagar í þessa langþráðu hátíð og eflaust margir sem vilja tjalda í dalnum. Sækja þarf um lóð fyrir hádegi 22. júlí.

Sækja þarf um “lóð”  á www.dalurinn.is , skrá sig þar inn og fylla út upplýsingar sem beðið er um.

Mikilvægt er að allir reitir sé fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður en umsókn er fyllt út.

300 lóðir fyrir hvít tjöld eru í Herjólfsdal.

Fyrir hvern lengdarmeter sem sótt er um verður tekin 10.000 króna trygging af kreditkorti sem verður færð aftur inn á kortið fyrir Þjóðhátíð. Allir þurfa að gefa upp kortaupplýsingar við skráningu og er það gert til að hægt sé að rukka þá sem eru að sækja um margar lóðir að ástæðulausu. Er þetta gert til að koma í veg fyrir að fólk sé að misnota kerfið. Kerfið mun taka frá heimild á kortinu þínu á meðan þetta ferli er í gangi og munum við aflétta heimildinni þegar súlurnar eru komnar upp.

Forrit sér um lóðaúthlutunina, en eins og undanfarin ár þá fá sjálfboðaliðar þjóðhátíðar fyrst lóðir áður en það kemur að öðrum gestum.

Þeir sem hafa skráð sig fyrir lóð þurfa að staðfesta valið fyrir 22. júlí. Ef þú hefur ekki gert það, fyrir hádegi 22. júlí þá munu þau hjá dalurinn.is  senda á þig tölvupóst til áminningar.

Í Herjólfsdal eru rúmlega 300 lóðir, ef umsóknir eru fleiri en 350 þá er borðleggjandi að eitthvað er ekki rétt í skráningarkerfinu og þarf því að staðfesta allar umsóknir. Staðfestingin er þannig að þið þurfið að fara inn á mitt svæði á dalurinn.is og staðfesta það að þið viljið vera á þeirri götu sem ykkur er úthlutuð. Ef þið staðfestið ekki lóðarúthlutun þá verðið þið rukkuð um 10.000 per lengdarmeter sem þið nýtið ekki sem og ef þið mætið ekki í Dalinn með tjaldið.

Texti og myndir er frá vefsíðunum dalurinn.is og ibvsport.is.
Nánar um úthlutunarreglur hér.