„Við erum með nýnæmi á sunnudagskvöldinu, þar sem öll dagskráin og Brekkusöngurinn verður í beinni á streymi sem fólk getur keypt af félaginu. ÍBV er framleiðandi og allar tekjur renna til félagsins,“ segir Haraldur framkvæmdastjóri.

Þetta er samstarfi við Senu sem mætir með fullkominn tækjabúnað og þekkingu í að halda stóra tónleika. „Þeir sjá um allar tengingar við miðlana og farsímafyrirtækin og sjá til þess að útsendingin verði í hæsta gæðaflokki.“

Það er sérstaklega vandað til dagskrárinnar á sunnudagskvöldinu og verða æfingar alla vikuna. Þar koma fram Birgitta Haukdal, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla og Klara Elias, höfundur þjóðhátíðarlagsins. Halldór Gunnar mætir með Albatross og á eftir er Brekkusöngurinn. Við seljum þetta sem Brekkusöng en þú færð alla dagskrána á sunnudagskvöldinu sem bónus,“ segir Haraldur og þeir búa að reynslunni frá því í fyrra þegar sjónvarpað var frá tómum Herjólfsdal.

Það eru allir velkomnir á Brekkusönginn, í Herjólfsdal, um allt Ísland og allan heim.“

Nú þarf ekki að mæta í Herjólfsdal til að sjá og heyra allt sem gerist á Stóra sviðinu á sunnudagskvöldinu.