Að sögn lögreglu fór allt nokkuð vel fram á fimmtudagskvöldi og nótt Þjóðhátíðarinnar.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Einn einstaklingur var handtekinn af lögreglu eftir að hafa veist að lögreglumönnum er þeir hugðust hafa afskipti af honum. Þá komu einnig upp tvö minniháttar fíkniefnamál.

Einn einstaklingur gisti fangageymslu að eigin ósk. „Hann átti aðeins erfitt með að muna hvar hann var í gistingu,“ sagði Grímur.

Þjóðhátíð verður svo formlega sett eftir hádegið í dag og dagskrá standa fram á mánudag. „Nú er bara sól og blíða hérna, sem lofar góðu, þrátt fyrir bölsýnis veðurspár,“ sagði Grímur sem segist bjartsýnn á framhaldið sem vonar að þessi fyrsta Þjóðhátíð síðan 2019 fari jafn vel fram og fyrsta nóttin.