Margir sakna bekkjabílanna sem keyrðu síðast árið 2014,  þáverandi lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Páley Borgþórsdóttir, framfylgdi með þessu löggjöf sem hafði legið fyrir um árabil. Í máli hennar kom meðal annars fram að bekkjarbílar væru ekki ætlaðir til fólksflutninga og þess vegna væri strætisvagn talsvert öruggari kostur.

Flestir Vestmannaeyingar eru þó sammála um að meiri sjarmi sé yfir bekkjabílunum og margir sem sakna þeirra sem hluta af Þjóðhátíðarupplifun. Hefðbundinn bekkjabíll tók um 35 manns í sæti, en strætó er sagður taka um 90 manns.

Í ár verður akstur Þjóðhátíðarstrætisvagna í höndum Viking Tours og verða sjö strætisvagnar í akstri á sama tíma. Búið er að marka þrjár akstursleiðir um bæinn og hefst aksturinn á morgun, föstudag kl. 13:00.

Þrjár strætóleiðir verða keyrðar um bæinn og verður ein þeirra í gangi allan sólahringinn en hinar tvær milli kl. 19:00-02:00.

Verð er: 800 kr. fyrir fullorðna / 400 kr. fyrir börn. Frítt er fyrir eldri borgara og börn.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Tígull.is

Mynd. Tigull.is. Leiðakerfi strætisvagna á Þjóðhátíð.