Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningar í morgun varðandi væntanlegar tafir á umferð á Suðurlandsvegi; hringvegi 1.

Í fyrsta lagi er verið að breikka hringveginn milli Selfoss og Hveragerðis og hraðinn á þeim kafla hefur verið tekinn niður í alt að 50 km/klst.

Í öðru lagi er verið að tengja Suðurlandsveg og Biskupstungnabraut við hringtorgið hjá Toyota á Selfossi. Hjáleið er um gamla þjóðveginn sem tengist inn á hringtorgið. Hægt verður á umferð og umferð um nýja veginn verður hleypt á um leið og mögulegt er.

Búast má við töfum milli kl. 10-18 í dag vegna þessa.