Á sl. Goslokahátíð hélt valinn hópur tónlistarmanna einstaklega skemmtilega tónleika með sígildum sönglögum frá Suður-Evrópu með íslenskum textum.  Lög sem allir þekkja og elska að rifja upp. Tónleikarnir þóttu takast með eindæmum vel og því tóku menn  áskoruninni um að endurtaka viðburðinn á meginlandinu.

Flytjendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera úr Eyjum eða hafa sterk tengsl við Vestmannaeyjar.

Þeirra á meðal eru: Andrea Gylfadóttir, Silja Elsabet, Hrafnhildur Helgadóttir, Þórarinn Ólason, Eggert Jóhannsson og Magnús R. Einarsson, sem er jafnframt tónlistarstjóri og kynnir kvöldsins.