Bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa var til umræðu á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær. Þar kom fram að mikil fjölgun er á bókunum skemmtiferðaskipa milli ára og nauðsynlegt að huga að móttöku þeirra þar sem núverandi aðstaða er á köflum fullnýtt. Búið er að bóka 124 skip til Vestmannaeyjahafnar sumarið 2023 sem er aukning um tæplega 40 skip á milli ára.

Fram kemur í niðurstöður ráðsins að nauðsynlegt sé að halda áfram að bæta móttöku stærri skipa og aðkomu farþega. Nánar er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og rætt við hagsmunaaðila í nýjasta blaði Eyjafrétta sem dreift verður á morgun.