Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, upplýsti á fundi bæjarráðs í síðustu viku um samþykkt borgarráðs Reykjavíkur við erindi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, um að Vestmannaeyjabær verði heiðursgestur á menningarnótt Reykjavíkur 2023, í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Hátíðin er jafnan haldin fyrsta laugardag eftir 15. ágúst, en þann dag 1876 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi.
Í niðurstöðu um málið kemur fram að bæjarráð þiggur boðið og þakkar borgarstjóra og borgarráði Reykjavíkur þann heiður sem Vestmannaeyjabæ er sýndur af þessu tilefni. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að fylgja boðinu eftir við borgarráð Reykjavíkur.

Vestmannaeyjabær heiðursgestir á menningarnótt 2023.pdf