Það er með ánægju sem við tilkynnum að Óðinn Sæbjörnsson verður áfram þjálfari KFS í þriðju deild. KFS náði góðum árangri í sumar og sigldi lygnan sjó í deildinni þvert á allar spár og endaði í sjötta sæti deildarinnar af tólf liðum. Með KFS leika margir ungir og efnilegir leikmenn sem hafa í gegnum tíðina oft endað í byrjunarliði ÍBV eða jafnvel U21 landsliðinu.

Samstarf ÍBV og KFS hefur reynst báðum félögum mikilvægt og er ánægjulegt að Óðinn skuli gefa sig áfram í verkefnið sem er fótboltanum í Eyjum mikilvægt.

Fréttatilkynning frá KFS.