Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær. Þeir Páll Scheving, stjórnarformaður og Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. komu á fund bæjarráðs og greindu frá starfsemi og stöðu félagsins. Meðal þess sem kom fram í máli þeirra var tillaga að gjaldskrárhækkunum.

Bæjarráð þakkaði í niðurstöðu sinni þeim Páli Scheving og Herði Orra yfirferðina og greinargóðar upplýsingar um rekstur og starfsemi Herjólfs ohf. “Bæjarrað hefur skilning á því að hækka þurfi gjaldskrár til að fylgja þróun verðlags, en hvetur stjórn Herjólfs til þess að halda gjaldskrárhækkunum hóflegum.”