Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands sæmdi í dag fjór­tán Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum. 

Meðal þeirra sem hlutu orðuna í þetta sinn var Sig­ur­geir Jónas­son ljós­mynd­ari,

Hér er list­inn i heild sinni: 

Anna Hjaltested Pét­urs­dótt­ir, formaður Mæðra­styrksnefnd­ar, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til mannúðar- og sam­fé­lags­mála.

Anna Sig­ríður Þor­valds­dótt­ir tón­skáld, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til tón­list­ar á ís­lensk­um og alþjóðleg­um vett­vangi.

Arn­ar Hauks­son, lækn­ir, dr.med., ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til heil­brigðis kvenna og stuðning við þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is.

Cat­hy Ann Joseph­son ætt­fræðing­ur, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til menn­ing­ar­mála í héraði og að efla tengsl við Vest­ur-Íslend­inga.

Eva El­vira Klonowski rétt­ar­mann­fræðing­ur, ridd­ara­kross fyr­ir störf á sviði rétt­ar­lækn­is­fræði á Íslandi og sem rétt­ar­mann­fræðing­ur á alþjóðavett­vangi, m.a. í þágu fórn­ar­lamba stríðsátaka.

Garðar Víðir Guðmunds­son versl­un­ar­maður, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til íþrótta- og fé­lags­starfs.

Haf­berg Þóris­son, garðyrkjumaður og for­stjóri, ridd­ara­kross fyr­ir frum­kvöðlastarf í rækt­un og vist­vænni græn­met­is­fram­leiðslu.

Héðinn Unn­steins­son, stefnu­mót­un­ar­sér­fræðing­ur og rit­höf­und­ur, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu geðheil­brigðismála.

Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir leik­kona, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til leik­list­ar og sjón­varpsþátta- og kvik­mynda­gerðar.

Ólaf­ur Þ. Harðar­son, fyrr­ver­andi pró­fess­or, ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir og þekk­ing­armiðlun á sviði stjórn­mála­fræði.

Vil­borg Arn­ars­dótt­ir versl­un­ar­stjóri, ridd­ara­kross fyr­ir sjálf­boðastörf við upp­bygg­ingu fjöl­skyldug­arðs í heima­byggð.

Sig­ur­geir Jónas­son ljós­mynd­ari, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ljós­mynd­un­ar og varðveislu heim­ilda í heima­byggð.

Unn­ur Anna Valdi­mars­dótt­ir pró­fess­or, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til rann­sókna á sviði far­alds­fræði.

Örn S. Kaldalóns kerf­is­fræðing­ur, ridd­ara­kross fyr­ir frum­kvöðlastarf við efl­ingu ís­lenskr­ar tungu í tölvu- og upp­lýs­inga­tækni.