Varðskipið Óðinn, fyrsta safnskip Íslendinga, kemur til Vestmannaeyja að morgni goslokadagsins 3. júlí í tilefni Goslokahátíðar 2023. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, kemur með skipinu frá Reykjavík.

Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, segir að varðskipið sigli inn í Vestmannaeyjahöfn kl. 9.40 á mánudagsmorgun og mæta Herjólfi á leiðinni. Skipin munu heilsast með skipsflautum á ytri höfninni. Innan hafnargarða verður hleypt af þremur púðurskotum, heiðursskotum.

Óðinn leggst síðan að Básaskersbryggju kl. 10.00. Fulltrúar bæjarstjórnar munu stíga á skipsfjöl og heilsa forseta Íslands og Vilberg Magna Óskarssyni skipherra.

Varðskipið Þór er einnig væntanlegt til Vestmannaeyja á mánudag og verða bæði varðskipin almenningi til sýnis við Nausthamarsbryggju kl. 18-21 og aftur daginn eftir kl. 10-14. Gert er ráð fyrir því að skipin fari frá Eyjum á þriðjudagskvöld.

Varðskipið Þór kemur aftur laugardaginn 8. júlí og verður almenningi til sýnis kl. 13.00-16.00 við Nausthamarsbryggju.

Varðskipið Óðinn var sent til Vestmannaeyja 23. janúar 1973 og var í ferðum milli Þorlákshafnar og Eyja til 7. mars það ár. Skipið flutti meðal annars iðnaðarmenn og byggingarefni, eins og plötur sem negldar voru fyrir glugga, til Vestmannaeyja

Ljósmynd LHG.
Varðskipið Óðinn. Ljósmynd LHG.
Ljósmynd LHG.
Varðskipið Þór. Ljósmynd LHG.