lugfélagið Mý­flug hefur á­samt öðrum fjár­festi keypt 77,1 prósent hlut í flug­fé­laginu Erni. Þetta stað­festa þeir Hörður Guð­munds­son, eig­andi Ernis og Leifur Hall­gríms­son, eig­andi Mý­flug við Fréttablaðið sem fyrst greindi frá málinu.

„Það eru nokkrir fjár­festar sem við vorum að selja hluta af fyrir­tækinu og Mý­flug er einn af þeim. Með sölunni er verið að styrkja fé­lögin, bæði til þess að ná sam­lægum á­hrifum og styrkja fé­lögin til lengri tíma. Þetta eru orðin gömul fé­lög, Ernir er 53 ára núna í vor og hefur verið leiðandi á sínum markaði. Ég hef verið að reka þetta sjálfur í tæp­lega 53 ár og fer að undir­búa það að opna fyrir­tækið fyrir al­mennum hlut­höfum. Það er eigin­lega á­stæðan bak við söluna,“ segir Hörður.

Hörður segir að Ernir hafi verið í á­gætum rekstri og staðið sig vel undan­farna ára­tugi, en það sé gott að gera breytingar á eignar­haldinu nú þegar eldri kyn­slóðir eru að fjara út. Hann mun á­fram sjá um rekstur Ernis.