Á lista yfir tíu markahæstu línumenn sem leika í efstu deild í Þýskalandi situr Elliði Snær Viðarsson er í níunda sæti. Elliði Snær er með 56 mörk og 65% skotnýtingu.

Johannes Golla, línumaður Flensburg og þýska landsliðsins, er efstur í markaskorun allra línumanna í deildinni með 76 skoruð og 78,35% skotnýtingu. Ef skoðaður er samanburður á Elliða Snæ Viðarssyni og Johannes Golla þá má sjá að þeir eru ekki langt frá hvor öðrum í stigagjöf, Elliði Snær með 74 stig og Golla 77 stig.  Á myndinni hér fyrir neðan má sjá framlag þeirra í hverri umferð.

 

Það sem vekur kannski mesta athygli þegar rýnt er í tölfræðina, þá má sjá að Elliði Snær hefur skorað 56 mörk sem setur hann í 52. sætið yfir flest mörk skoruð allra leikmanna í þýsku deildinni.

Nánar á Handbolti.is