Snjómokstur var til umræðu á síðasta fundi Framkvæmda- og hafnarráðs. Yfirferð á núverandi verkferlum varðandi snjómokstur og næstu skref til að endurskoða verkferla voru meðal þess sem rætt var.
Í niðurstöðu um málið felur ráðið framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að fara yfir verkferla með þjónustumiðstöð, verktökum, forstöðumönnum stofnanna bæjarins til að laga og koma með úrbætur á snjómokstri í bæjarfélaginu.