Strákarnir í Merkúr er komnir í úrslit Sykurmolans sem er lagakeppni haldin af útvarpsstöðinni X-inu. “Það virkar þannig að hvaða tónlistarmaður eða band á landinu má senda inn eitt óútgefið lag og svo velur dómnefndin nokkur lög sem komast í “úrslit”. Við ásamt hinum böndunum komumst í úrslit í desember og höfum verið í reglulegri spilun á X-inu síðan þá, en nú er kominn tími á að finna einn sigurvegara og eru kosningar í gangi inna vísi þar sem er hægt að kjósa á milli laga,” sagði Arnar Júlíusson í samtali við Eyjafréttir.

Nú er komið að því að velja besta lag Sykurmolans í bæði karla- og kvennaflokki, 8 lög komust í úrslit og hafa nú verið í spilun á Xinu 977 síðan í desember. Kosningin stendur yfir fram á miðvikudag 7. febrúar og munu úrslitin eiga þátt í því að velja sigurvegara keppninnar. Veitt verða verðlaun bæði í karla- og kvennaflokki. Verðlaunin eru ekki af verri endandum 250.000kr í hvorum flokki.

“Við erum eina þungarokks og Eyja bandið í þessum úrslitum. Því treystum við á Eyjuna okkar fögru að kjósa okkur áfram í þessari keppni til þess að sýna íslandi að Vestmannaeyjar ennþá tónlistarperla íslands!,” sagði Arnar að lokum.